Háhá og Eggjarnar

Í dag bíður Halldór B. Halldórsson okkur í ferðalag um Háhá og Eggjarnar. Þarna gefur m.a. að líta framkvæmdirnar hjá Páli Scheving og hans fólki sem eru að ganga frá göngustígunum.

Á vefnum Heimaslóð segir um Háhá, eða Há-há, að það sé klettur sem stendur vestast á því fjalli sem kallað er Háin.„Há“ er þó talið réttara, notað sem heildarheiti yfir allt fjallið sem stendur austan við Herjólfsdal. Há-há er, eins og nafnið bendir til, hæsti hluti fjallsins, og stendur um 220m yfir sjávarmáli. Þar er fánastöng sem er gjarnan flaggað á við hátíðleg tækifæri, og er jafnframt spotti bundinn milli þeirrar fánastangar og annarrar eins á Blátindi yfir Þjóðhátíð, og skraut hengt þar á milli.

Háin er þverhnípt að vestan, en uppgangur er auðveldur að austan. Efsti punktur á Hánni heitir Há-há. Á flatlendinu austur og niður af Há-há er Háin eða Austurhá Á Hánni er, eins og allir Eyjakrakkar vita, heimili jólasveinanna, þaðan koma þeir til byggða á þrettándanum og kveðja jólin með öðrum Eyjamönnum, áður en þeir halda aftur heim, þar sem þeir dvelja svo fram að næstu jólum.

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.