Kári Steinn með yfirburði í hálfmaraþoninu
8. september, 2012
Fyrr í dag fór fram Vestmannaeyjahlaupið en þetta er í annað sinn sem hlaupið er haldið. Í ár voru hlaupararnir rétt tæplega 200 talsins en hlaupararnir voru einstaklega heppnir með veður, sól og blíða og dálítið svalt, sem er ekkert verra þegar hlaupið er. Ólympíufarinn Kári Steinn Karlsson bar höfuð og herðar yfir aðra þátttakendur í hálfmaraþoninu en Kári hljóp vegalengdina á 1:12,33. Eyjapeyinn Hlynur Andrésson var næstur í mark á tímanum 1:20,54, sem er frábær tími hjá þessum nýliða í hlaupaíþróttinni.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst