Bæjarstjóri Árborgar mun afhjúpa skilti fyrir fallegustu götuna, sem er Láengi og mun það vera gert við gatnamót Láengis og Tryggvagötu. Í framhaldi af því mun bæjarstjórinn afhenda verðlaun fyrir fallegustu garðana sem eru; Tröllhólar 10, Laufhagi 10 og Fagurgerði 4.
Vonast er eftir að sem flestir sjái sér fært að koma og eiga skemmtilega stund saman, en íbúar Láengis eru sérstaklega hvattir til að mæta og vera viðstaddir verðalaunaafhendinguna.
Garðarnir Tröllhólar 10, Laufhagi 10 og Fagurgerði 4 verða almenningi til sýnis á milli klukkan 13:00 og 17:00 laugardaginn 7. Júlí.
Umsögn um garða ársins 2007:
1. Tröllhólar 10 stendur í nýju hverfi og er gott dæmi um garð sem hefur verið unnin í beinu framhaldi af byggingu hússins og lokið við samtímis.
2. Laufhagi 10 stendur í grónu hverfi. Garðurinn er einstaklega fallegur með fjölbreyttri flóru. �?ll umhirða er til fyrirmyndar og er lýsandi dæmi um vel hirtan og gróin garð.
3. Fagurgerði 4 er með elstu görðum á Selfossi og er einstakur í sinni röð. �?ar spilar saman gróður og fuglalíf. Í garðinum eru mjög margar tegundir sem spila saman á mjög sérstakan hátt.
Fh. Umhverfisnefndar Árborgar
Siggeir Ingólfsson
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst