Guðmundur Týr �?órarinsson, forstöðumaður Götusmiðjunnar, segir að einungis þrír starfsmenn muni flytja frá Rangárvöllum yfir í Grímsnesið, en sautján manns starfa hjá Götusmiðjunni. �?ar af eru fjórir búsettir á Selfossi og munu þeir allir halda áfram á nýjum stað. Alls verða því mannabreytingar í tíu stöðum.
Guðmundur segir ennfremur að flutningar hafi tafist vegna vegglúsar sem fundist hafi í nýju húsnæði en meindýraeyðar séu nú að mestu búnir að útrýma þeim vanda.
Nýtt húsnæði Götusmiðjunnar er í eigu ríkisins en þar var áður rekið meðferðarheimilið Byrgið. �?á hét staðurinn Efri-Brú en mun hér eftir heita Brúarholt, að sögn Guðmundar Týs.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst