Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Herjólfur er byrjaður að hlaða aftur í Eyjum. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja átti fund með Jóhanni Páli Jóhannssyni, orkumálaráðherra nýverið þar sem farið var yfir hækkun flutningskostnaðar raforku til Eyja, áhrif á orkuskipti og stöðu húshitunarkostnaðar. Unnið er að endurskoðun gjaldskrár og lagabreytingum sem geta haft veruleg áhrif fyrir heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum.

Hækkun flutningskostnaðar raforku

Á fundinum var staðan varðandi hækkun flutningskostnaðar í tengslum við rafstrengina VM4 og VM5 til umfjöllunar. Ráðherra og bæjaryfirvöld eru sammála um mikilvægi þess að gjaldskrá raforkuflutninga þróist með fyrirsjáanlegum hætti og að hún grafi hvorki undan orkuskiptum né samkeppnishæfni.

Í því skyni hefur ráðherra hrundið af stað vinnu með óháðum sérfræðingum og raforkueftirlitinu sem miðar að því að skerpa á þessu. Unnið er að endurskoðun á tekjumörkum Landsnets, sem gjaldskrá raforkuflutninga byggir á. Þetta segir í fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja.

Auka niðurgreiðslur vegna húshitunar

Þar segir jafnframt að ánægjulegt sé að tekin hefur verið ákvörðun um að Herjólfur muni hlaða að nýju í heimahöfn. Ákvörðunin byggir bæði á umhverfissjónarmiðum og þeirri vinnu sem nú stendur yfir við endurskoðun forsendna gjaldskrár.

Þá hefur ráðuneytið samþykkt auka niðurgreiðslur samhliða hækkun gjaldskrár hjá HS Veitum um áramót vegna húshitunarkostnaðar í Vestmannaeyjum. Niðurgreiðslan verður í samræmi við hækkunina.

Lagabreytingar í undirbúningi

Unnið er að undirbúningi lagabreytinga í ráðuneytinu sem miða að því að jafna flutnings- og dreifikostnað raforku um allt land. Um er að ræða verulegt hagsmunamál fyrir heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Vonast er til þess að frumvarp þessa efnis verði lagt fram á vorþingi.

Í niðurstöðu bæjarráðs þakkar ráðið bæjarstjóra fyrir upplýsingarnar og mun fylgja málinu eftir.

Nýjustu fréttir

Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.