Umræða um fátækt í íslensku samfélagi er að vonum mikil eftir nokkurra ára kreppu. Fátækt er vissulega til hér á Íslandi og það gleymist stundum að hún er ekki sérstakur kreppugestur heldur var hún líka áberandi meðan þenslan var hvað mest og hin ímyndaða velmegun bóluára hægristjórnarinnar. Hluti landsmanna sat ævinlega eftir, átti hvorki húsnæði né farartæki né neitt af því sem öðrum þótti sjálfsagt og eðlilegt.