Selfyssingar taka á móti Fjarðabyggð á Selfossvelli í dag laugardaginn 5. júlí kl. 14:00.
Selfyssingar eru sem fyrr í öðru sæti 1. deildar eftir 1-1 jafntefli í erfiðum útileik gegn KS/Leiftri í síðustu umferð. Það var Henning Eyþór Jónasson sem jafnaði fyrir Selfoss á 18. mínútu leiksins.
Á sama tíma gerði Fjarðabyggð jafntefli við Víking frá Ólafsvík í Ólafsvík. Fjarðabyggð er í sjöunda sæti deildarinnar.
Kl. 14:00 er leikur ÍBV – KS/Leiftur (Hásteinsvöllur) í Vestmannaeyjum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst