Sif í Geisla sýnir í Einarsstofu á laugardaginn
3. október, 2019

Að fanga augnablikið inn í eilífðina

Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt heldur áfram. Næsta laugardag,  5. október kl. 13.00 mæta Ísleifur Arnar Vignisson, betur þekktur sem Addi í London og Sif Sigtryggsdóttir, Sif í Geisla. Sif á sér bakgrunn í listnámi og þá fyrst fór hún að nýta þá möguleika sem myndavélin og síðar síminn hefur upp á að bjóða í listrænni ljósmyndun. Þetta er fyrsta sýning Sifjar sem fram til þessa hefur helst komið sér á framfæri á Instagram þar sem myndir hennar hafa vakið athygli.

„Ég er úr Reykjavík. Fædd þar og uppalin en bjó á Seltjarnarnesinu lengi og kenni mig við það en er annars Reykjavíkurmær úr Kvennaskólanum,“ segir Sif Sigtryggsdóttir þegar hún er spurð um uppruna sinn. Hún ætlar að gefa Eyjafólki tækifæri á að kíkja á ljósmyndir sínar í Einarsstofu kl. 13.00 á laugardaginn.

„Já, Kvennaskólapía,“ heldur hún áfram.  „Vann í Ellingsen í mjög mörg ár þar sem pabbi var skrifstofustjóri. Þannig að ég ólst upp við sjávarútveg og var verslunardama frá fæðingu,“ segir Sif og hlær sínum smitandi hlátri.

„Ég fór í burðarrúmi inn í Ellingssen og vann þar hin ýmsu störf en um þrítugt sagði ég; nú er ég hætt og ætla ekki að koma aftur. Fór í Myndlistar- og handíðarskólann þar sem ég var í fjögur ár, í textílsdeildinni. Eftir skólann lá leiðin þó áfram í verslunargeirann, fyrst Byggt og búið. Var verslunarstjóri þar og svo í Ormsson í Smáralind. Þar var ég í átta ár áður en ég flyt hingað. Núna er ég í Geisla og það má kannski segja að ég sé listræn verslunardama.“

Árin í Eyjum orðin níu

Til Eyja elti hún eiginmanninn, Snorra Þór Guðmundsson stýrimann á Bergey VE. Og hún ætlaði ekki að staldra lengi við. „Ég ætlaði að vera hér í eitt ár. Það var loforð sem ég gaf vinum og fjölskyldu en þau eru orðin níu árin í Eyjum þannig að ég er margbúin að svíkja þau loforð.  Ég nýt lífsins, á marga góða vini og elska að ferðast og taka myndir. Sérstaklega af landinu okkar sem er svo einstaklega fallegt,“ segir Sif sem hafði fréttir að færa af eiginmanninum þegar rætt var við hana á þriðjudaginn.

„Hann er í þessum töluðu orðum að taka á móti nýrri Bergey úti í Noregi. Búið að draga upp flaggið og þeir leggja í hann í fyrramálið ef allt gengur upp. “

Lífið í römmum

Hvenær byrjaðir þú að taka myndir? „Ég hef í rauninni alltaf verið að taka myndir eða frá því ég man eftir mér. Tók myndir af fólki og því sem fyrir augu bar.  Það var svo í Myndlistar- og handíðaskólanum sem ég fer meira í að taka myndir af náttúrunni. Sé þessa ramma. Sé lífið í þessum litlu römmum og þetta gerist á árunum 1993 til 1994. Fyrst var þetta meira fyrir sjálfa mig en með tilkomu myndsímanna og Instagram fer maður að sýna það sem maður er að gera og fær viðbrögð. Ég er kannski of hógvær að koma mér á framfæri í listinni. Er feimin þó ég líti ekki út fyrir að vera það.  Þess vegna er Instagram ágætur vettvangur til að sýna hvað í manni býr.

Þakklát fyrir tækifærið

Þetta er orðinn ansi þykkur bunki af myndum og það er pínu mál að finna ljósmyndir á sýninguna. Finna út stærðina á myndunum en þetta er mjög góð leið til að sparka í rassinn á manni að skipuleggja myndabankann og vinna aðeins meira í honum. Það var mjög hvetjandi að fá þessa áskorun frá ykkur og ég er mjög þakklát.“

Sif segir ekkert sérstakt þema verða á sýningunni. „Nei. Þetta verður bara sýnishorn af því sem fangað hefur augað mitt. Það sem ég sé, er þemað. Í listanáminu sögðu þau; taktu eftir því sem grípur þig og haltu því til haga. Það hefur farið inn í myndirnar mínar. Alltaf þegar ég sé eitthvað sem fangar athyglina, tek ég upp símann og tek mynd. Maður hlustar á innsæið og hleypur  ekki fram hjá því sem hrífur mann. Heldur fangar það inn í eilífðina,“ segir Sif að endingu.

Myndir hennar eru mikið náttúrstemningar þar sem sjónarhornið er annað hvort vítt eða beinist að því smáa. Allt rammar sem hún Sif sér á sinn hátt sem gerir myndir hennar svo skemmtilegar.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst