Veittar eru viðurkenningar fyrir snyrtilega og fallega húsgarða á Kirkjubæjarklaustri og féllu þau í skaup hjónanna Einars Bárðarsonar og Rannveigar Eiríksdóttur á Skerjavöllum 8.
Einnig eru veitt verðlaun fyrir snyrtilegt umhverfi og frágang á lögbýlum. Að þessu sinni voru það ábúendur á bænum Fossi II sem þau hlutu en þar búa Sigfríð Kristinsdóttir, Jón Kristófersson og Bjarni Kristófersson.
Markmið umhverfisverðlaunanna er meðal annars að vekja athygli á góðri umgengni og snyrtimennsku.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst