Stelpurnar okkar í meistaraflokki kvenna unnu í kvöld glæstan sigur á Selfossi í Borgunarbikar kvenna. Liðið er því komið í undanúrslit bikarsins ásamt �?ór/KA og síðan líklega Stjörnunni og Breiðablik.
ÍBV sigraði Selfoss í kvöld með fimm marka mun þar sem staðan var 3-0 í hálfleik. Cloe Lacasse og Rebekah Bass áttu algjöran stórleik í sóknarlínu ÍBV og réðu varnarmenn Selfoss ekkert við þær tvær. Cloe lagði upp fyrsta markið fyrir Rebekuh sem var yfirveguð í færinu. Næsta mark skoraði Cloe eftir frábæran einleik þar sem hún lék sér að vörn Selfoss.
�?riðja markið kom stuttu fyrir lok fyrri hálfleik þar sem Rebekah átti sendingu á Cloe sem var ein og óvölduð inni í markteig og kláraði færi sitt nokkuð örugglega. Fjórða markið kom síðan eftir að Cloe hafði enn einu sinni leikið sér að vörn Selfoss og skorað með föstu skoti á nærstöngina.
Fimmta markið leit dagsins ljós undir lokin en þar var Cloe felld innan vítateigs eftir frábæran sprett hennar upp völlinn. Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði örugglega úr vítinu og jók muninn í 5-0. Frábært hjá stelpunum okkar sem ætla sér alla leið í bikarnum.
Hér í fréttinni má sjá myndir sem �?skar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta, tók á leiknum.