Stelpurnar okkar í meistaraflokki kvenna í knattspyrnu sigruðu í dag lið �?órs/KA á Akureyri í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna. Stelpurnar töpuðu fyrir norðan fyrir einungis fjórum dögum en náðu að snúa taflinu við í dag.
Staðan var 0-0 í hálfleik og ekkert var skorað í síðari hálfleiknum. Í fyrri hálfleik framlengingar hafði ekkert mark litið dagsins ljós en Rebekah Bass kom ÍBV yfir á 112. mínútu leiksins með bylmingsskoti utan teigs eftir sendingu Cloe Lacasse.
Stelpurnar voru frískari í framlengingunni og fengu heimakonur ekki færi á lokamínútunum. Stelpurnar fögnuðu vel og innilega í leikslok og mæta því Breiðablik í úrslitum.