Vinaminni kaffihús ætlar að taka á móti stuðningsmönnum ÍBV á fimmtudaginn kl. 20:00. Þar gefst stuðningsmönnum ÍBV gott tækifæri á að ræða boltann í sumar og brýna sverðin fyrir lokabaráttuna í Pepsí deildinni. Heimir Hallgrímsson þjálfari liðsins verður með stutta framsögu. í kjölfarið gefst tækifæri til að ræða við leikmenn og aðra stuðningsmenn um næstu leiki.