Þurftu að kalla til aðra þyrlu
EIR þyrla TMS IMG 0799 La
Þyrla Gæslunnar á flugi. Eyjafréttir/Eyjar.net: Tryggvi Már

Eyjamenn hafa margir hverjir orðið varir við tíðar þyrluferðir yfir Heimaey síðastliðinn sólarhring. Nú síðast síðdegis í dag.

„Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út til Eyja í gærkvöld til að annast sjúkraflug. Þegar TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, var á heimleið frá Vestmannaeyjum kom upp bilun í þyrlunni og í kjölfarið varð að kalla út aðra þyrlu, TF-EIR,  til að flytja sjúklinginn til Reykjavíkur,” segir Ásgeir Erlendsson, samskiptastjóri Landhelgisgæslunnar í samtali við Eyjafréttir.

Ásgeir segir að TF-GNA hafi verið í Vestmannaeyjum í nótt og fyrr í dag voru flugvirkjar sendir til Eyja til að annast viðgerð. „Bilunin reyndist smávægileg og því var áhöfnin flutt aftur til Vestmannaeyja síðdegis í dag með þyrlu .TF-GNA verður flogið aftur til Reykjavíkur seinna í dag,” segir hann.

 

Nýjustu fréttir

Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.