Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í liðinni viku vegna hinna ýmsu mála sem upp komu. Skemmtanahald helgarinnar gekk með ágætum og engin teljanleg útköll á skemmtistaði bæjarins.
Tvö innbrot voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku en um var að ræða innbrot í verslun N1 á Bársaskersbryggju og innbrot hjá Viking Tours á Tangagötu. Jafnframt var lögreglu tilkynnt um nytjastuld á bifreið og léttu bifhjóli. Lögreglan hefur upplýsingar um hver þarna var að verki og teljast málin að mestu upplýst.
Alls liggja fyrir 11 kærur vegna brota á umferðarlögum eftir vikuna en um er að ræða hraðakstur, ólöglega lagningu ökutækis, notkun farsíma í akstri án handfrjáls búnaðar, akstur án réttinda og akstur án þess að hafa öryggisbelti spennt.