„Okkur fannst svo svakalega leiðinlegt að sjá víkinni alla í rusli svo við tókum okkur saman og gerðum fjölskyldustemningu í tiltekt og náttúruvernd.” sagði Laila Sæunn Pétursdóttir hjá Ribsafari. En þau ásamt hinu „fólkinu á bryggjunni,” í Eyjatours og Booking Westman Islands fóru ásamt fjölskyldum sínum út í Klettsvík í síðustu viku í tiltektardag.
„Ógrynni af rusli var tekið úr fjörunni og við eigum meira að segja eitthvað eftir en hálfnað verk þó hafið er og þrátt fyrir rigningu þá voru allir einstaklega ánægðir með fjölskyldustemninguna í tiltektinni,” sagði Laila.
Skemmtilegt framtak hjá „fólkinu á bryggjunni”.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst