Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa í síðustu viku lá fyrir umsókn um leyfi fyrir vinnubúðum.
Vinnslustöðin hf., sækir um tímabundið leyfi fyrir starfsmannabúðum á lóð sinni Strandvegi 81-85, sótt er um leyfi til 3 ára í samræmi við framlögð gögn, segir í fundargerðinni.
Byggingarfulltrúi vísaði umsókninni til skipulagsráðs með vísun til byggingarreglugerðar.
Uppfært kl. 9.00
Umhverfis- og skipulagsráð hefur tekið málið fyrir og fól ráðið skipulagsfulltrúa að grenndarkynna skv. skipulagslögum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst