�?Skólinn hefur verið í ákveðinni tilvistarkreppu og fjársvelti um nokkurn tíma,�? segir Ísólfur sem varpaði fyrst fram hugmyndinni í pistli í Pésanum. �?Garðyrkja er græn stóriðja og hvar væri skólinn betur staðsettur en á Flúðum? Á Flúðum starfa framsæknir garðyrkjumenn sem sækja þekkingu út fyrir land steinanna. �?ar eru ennfremur hvað mestar framfarir í þróun á ræktun, með gagnmerkum tilraunum. Og það á öllum sviðum ræktunar.�? Ísólfur segist hafa séð ástæðu til þess að henda þessari hugmynd fram og hyggst hann kappkosta að fylgja henni eftir. �?Uppbygging nýs garðyrkjuskóla á Flúðum er kjörið tækifæri fyrir nýja ríkisstjórn til þess að láta til sín taka þessum spennandi og nútímalega málaflokki.�?
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst