Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Húsið er á horni Strandvegs og Heiðarvegs. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Vestmannaeyjabæjar var tekið fyrir erindi vegna umsóknar um byggingarleyfi fyrir húsnæði að Strandvegi 65.

Félagið SV65 ehf. sótti um leyfi til breyttrar notkunar á 2. og 3. hæð hússins. Þar var áður líkamsræktarstöð, en fyrirhugað er að breyta rýmunum í níu vinnustofur. Gengið verður inn í vinnustofurnar um stiga frá 1. hæð.

Í hverri vinnustofu er gert ráð fyrir eldunaraðstöðu auk salernis með sturtu. Jafnframt er áformað að bæta svölum við vinnustofurnar. Fram kemur í fundargerðinni að heildarflatarmál húsnæðisins sé 1.032 fermetrar. Niðurstaða fundarins var að erindinu var frestað og því vísað til athugasemda.

Nýjustu fréttir

Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.