“Þessi litla hugmynd vaknaði hjá mér þegar ég var staddur í Brandi fyrir ári síðan og hefur heldur betur orðið að skemmtilegu ævintýri,” sagði Helgi Rasmussen Tórzhamar um myndbandið og lagið, Ég lifi, sem frumsýnt var nú í morgun.

Lagið samdi Helgi sjálfur en hann fékk Ólaf Tý Guðjónsson til liðs við sig við textasmíðina.
“Það komu fjölmargir að verkefninu með mér bæði tónlistinni og myndgerðinni. Ég fékk svo Söru Renee Griffin til að syngja lagið með sinnu gullfallegu rödd,” sagði Helgi.

Lagið var frumflutt á útvarp Suðurland í gær og myndbandið fór í loftið á youtube nú í morgun. Hægt er að hlusta á lagið og sjá myndbandið í spilaranum hér að ofan.

Eftirtaldir komu að verkefninu og vildi Helgi færa þeim bestu þakkir.
Lag: Helgi Rasmussen Tórzhamar
Texti: Helgi Rasmussen Tórzhamar & Ólafur Týr Guðjónsson
Söngur: Sara Renee Griffin
Rafgítar, píanó, brass & syntar: Gísli Stefánsson
Kassagítar: Helgi Rasmussen Tórzhamar
Bassi: Viktor Ragnarsson
Trommur: Birkir Ingason
Útsetning, upptökustjórn og mastering: Gísli Stefánsson
Kvikmyndataka: Helgi Rasmussen Tórzhamar
Klipping myndbands: Helgi Rasmussen Tórzhamar & Hörður Þór Harðarson
Litgreining og lokavinnsla myndbands: Sighvatur Jónsson/SIGVA media

Myndir: Helgi Tórzhamar