Portúgalinn Diogo Coelho hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV. „Diogo er 26 ára vinstri bakvörður og hefur undandarið spilað í annari deild í Portugal en á þessu ári á hann að baki 26 leiki í Ledma Liga Pro, næstu efstu deild í Portúgal. Við bjóðum hann velkominn til Eyja,” segir í tilkynningu frá Knattspyrnuráði ÍBV.

Coehlo hefur leikið allan sinn feril í Portúgal og leyst flestar stöður á vinstri kantinum en mest leikið sem vinstri bakvörður. Honum er því væntanlega ætlað að fylla skarð Felix Arnar Friðrikssonar sem fór nýverið að láni til Velje í Danmörku.