ÍBV sótti heim KA/Þór norður á Akureyri í gærkvöldi í þriðju umferð Olísdeildar kvenna.

Arna Sif Pálsdóttir

Eyjastúlkur höfðu frumkvæðið allan leikin og leiddu 14:17 í hálfleik. Í síðari hálfleik gáfu þær svo enn frekar í og voru lokatölur 26:34

Landsliðskonan Arna Sif Pálsdóttir, sem kom ný inn í lið ÍBV fyrir tímabilið, átti stórleik og skoraði 13 mörk.

Aðrir markaskorarar ÍBV voru: Greta Kavaliusskalte 6, Ester Óskars­dótt­ir 4, Karólína Bæhrenz Lár­us­dótt­ir 3, Andrea Gunn­laugs­dótt­ir 2, Sandra Dís Sig­urðardótt­ir 2, Kristrún Ósk Hlyns­dótt­ir 2, Sunna Jóns­dótt­ir 1, Linda Björk Brynj­ars­dótt­ir 1.

Næsti leikur stelpnanna er gegn Val, þriðjudaginn 11. október kl. 18.30 hér heima.