Í dag sunnudag kl. 17:00 í Íþróttamiðstöðinni leika ÍBV strákarnir sinn fyrsta evrópuleik á tímabilinu.

Mótherjarnir eru hið fyrnasterka lið PAUC frá Frakklandi en þjálfarinn þeirra er hin margreindi Jerome Fernandez sem spilaði meðal annars hjá Barcelona, Ciudad Real og Montpellier auk þess að vera fyrirliði Franska landsliðsins til margra ára.Það er ljóst að þetta verður gríðarlega erfiður leikur enda um að ræða eitt sterkasta félagslið sem komið hefur til Eyja.

Helgina á eftir haldastrákarnir svo til Frakklands og spila á móti þeim á sterkum heimavelli í höll sem tekur 6000 manns. Góð úrslit hér heima eru því gríðarlega mikilvæg.

Á facebook síðu handboltans biðla strákarnir því til Eyjamanna að fjölmenna. „Strákarnir biðla því til ykkar að mæta á völlinn og sýna þeim hvernig alvöru Eyjastemninu eins og hún gerist best, þegar það smellur hjá okkur þá er ekkert lið sem á betri stuðningsmenn en ÍBV.”

Seldar verða pizzur frá 900 Grillhús í hálfleik og boðið upp á barnapössun á meðan leiknum stendur.