Atskákmót til minningar um Bedda á Glófaxa fer fram  laugardaginn 11. maí 2019 kl. 12.00-19.00 í húsnæði Þekkingar-seturs Vestmannaeyja 2. hæð (vesturhúsi Fiskiðjunnar)  að Ægisgötu 2, Vestmannaeyjum.  Bergvin Oddsson skipstjóri og útgerðarmaður lést 22. sept. sl.  75 ára að aldri.  Beddi  var til margra ár virkur í skáklífinu í Eyjum og í hópi öflustu bakhjarla Taflfélags Vm.    Bergvini og minningu hans til heiðurs var ákveðið efna til sérstaks skákmóts í samstarfi við fjölskyldu hans og til styrktar skáklifinu í Eyjum.

Atskákmótið  hefst kl. 12.00 á hádegi á laugardaginn 11. maí  og verða tefldar  8 umferðir eftir atskákformi,   15. mín. á skák og + 5 sek á leik.   Eftir fjórar umferðir verður tekið  kaffihlé og síðan taka við aðrar fjórar umferðir.  Reiknað er með að mótinu ljúki um kl. 19.00 um kvöldið,  úrslit kynnt og veitt vegleg verðlaun.  Fyrstu verðlaun verða 200 þús. kr., 2. verðlaun  125 þús. kr. og 3ju verðlaun 75 þús. kr.  Kristján Örn Elíasson aðal skákdómari á Reykjavíkurmótinu  verður mótsstjóri.   Skráningu á mótið lýkur á fimmtudaginn 9. maí kl. 16.00, en nú þegar hafa 40 keppendur skráð sig á mótið og eru þeir í öllum styrkleikaflokkum allt frá 10 ára aldri og þar á meðal  nokkrir stórmeistarar í skák. Ekkert mótsgjald  Áhorfendur velkomnir á keppnisstað sem verður á opna svæðinu í Þekkingarsetri Vm.   Skráning á mótið er á skák.is

Meirihluti keppenda kemur með Herjólfi  frá Landeyjahöfn kl. 10.45  (mæting 30 mín. fyrr)  og frá Eyjum að loknu móti kl. 22.00 um kvöldið, en sumir koma fyrr eða dvelja lengur.

Frétt frá TV.

lau11maí12:00Atskákmót til minningar um Bedda á Glófaxa12:00