Sveit frá Taflfélagi Vestmannaeyja tryggði sér sigur í landsbyggðarkeppninni á Íslandsmóti grunnskólasveita (1-10. bekkur) sem fram fór í Rimaskóla í gær. Upphaflega stóð til að taka þátt í Íslandsmóti barnaskólasveita (1.-7. bekkur) sem fram fór á laugardag en sveitin komst ekki frá Eyjum þar sem ófært var með Herjólfi framan af degi. Strákarnir voru því oft á tíðum að keppa við sér eldri skákmenn en strákarnir eru í 4. og 6. bekk.

Sveitina skipuðu Aron Ingi Sindrason, Auðunn Snær Gunnarsson, Ernir Heiðarsson, Heiðmar Þór Magnússon, Maksymilian Antoni Bulga og Sæþór Ingi Sæmundarson. Þjálfarar sveitarinnar er Sigurður Arnar Magnússon og Eyþór Daði Kjartansson.