Boðaðar verkfallsaðgerðir sem undirmenn á Herjólfi höfðu boðað til voru dæmdar lögmæddar fyrir félagsdómi rétt í þessu. Málið var höfðað af Samtökum atvinnulífsins, f.h. Samtaka ferðaþjónustunnar vegna Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs gegn Sjómannafélagi Íslands um lögmæti boðaðra verkfallsaðgerða undirmanna á Herjólfi sem eru meðlimir í Sjómannafélagi Íslands.

Með þessu er ljóst að verkfall undirmanna á Herjólfi hefst á miðnætti í kvöld. Þetta staðfesti Jónas Garðarsson í samtali við Eyjafréttir.

Guðbjartur Ellert Jónsson gat ekki sagt til um hvaða áhrif þetta hefði á áætlun Herjólfs á morgun en von er á yfirlýsingu seinna í kvöld frá félaginu.