Framvinduskýrsla vegna  að Heiðarvegi 14 var lögð fyrir framkvæmda og hafnarráð í vikunni þar kemur fram að verkið er á áætlun og gengur vel.

 • Búið er að fylla upp og slétta jarðveg austan og vestan við slökkvistöð verið er að vinna í
  jarðvegsskiptum framan við þjónustumiðstöð vegna stigahúss, plans og veggja en þar er mikið af lögnum sem þarf að vinna í kringum.
 • Búið að steypa sökkul fyrir stigahús og fylla inn í, næst er að einangra sökkul, botnplötu og steypa gólfplötu.
 • Búið er að steypa sökkla fyrir alla innveggi í slökkvistöð.
 • Búið er að steypa neðri botnplötu í sl.stöð og spyrnuveggi við Húsasmiðjuvegg og
  Þjónustumiðstöð
 • Langt komið að rífa klæðningar utan af þj.miðst vegna samtengingar á nýbyggingum við eldri byggingu.
 • Búið er að steypa undirstöður fyrir stigpall og tröppur inni í sl.stöð, verið að slá upp fyrir
  pallinum og tröppum sem verður svo steypt síðar í vikunni.
 • Uppsláttur hafinn á austurvegg slökkvistöðvar, grind komin upp, búið að binda saman allar súlur og bita sem verða á milli og fyrir ofan hurðir í þeim vegg.
 • Búið að saga í gólf í sal þjónustumiðstöðvar og undirbúningur hafinn fyrir uppslátt á sökklum undir salerni og ræstingu í tækjasal þjónustumiðstöðvar
 • Búið að þrýstiprófa allar vatnslagnir í gólfplötu og tengja endanlega fráveitu og vatn við
  stofnlagnir.

Verktaki er langt kominn með að vinna sig inn í Þjónustumiðstöð utanfrá og er nú að fara að stúka af vinnusvæði inni, meðfram hluta af norður- og austurveggjum þar sem stigahús, slökkvistöðvar og þjónustumiðstöðvar munu tengjast saman.