Komið var með fyrstu pysjurnar í vigtun hjá Sea Life Trust í gær. Þetta kemur fram á Facebook síðu þeirra.
“Í gær var komið með tvær pysjur í vigtun hjá okkur í Sea Life Trust. Eru það fyrstu pysjurnar sem komið er með í pysjueftirlitið í ár og byrjunin á uppáhalds tíma ársins hjá mörgum eyjamönnum. Við eigum von á mörgum pysjum og miklu fjöri, þó að allt bendi til að pysjurnar verði ekki alveg eins margar og í fyrra, en þá var komið með yfir 8.500 pysjur í eftirlitið til okkar.”

Í samtali við Margréti Lilju Magnúsdóttur í blaði Eyjafrétta sem út kemur á morgun segir hún þó að vegna Covid-19 verði Pysjueftirlitið með öðru sniði í ár. Stendur til að það verði að mestu leyti rafrænt.