Enn eru götur ófærar í Vestmannaeyjum. Starfsmenn bæjarins eru byrjaðir að ryðja en töluvert er af föstum bifreiðum víðsvegar um bæinn.
Lögreglan biðlar því til íbúa um að vinsamlegast að vera ekki á ferðinni svo unnt sé að hreinsa göturnar en það tefur ferlið töluvert að bifreiðar séu fastar og fyrir snjóruðningstækjum.
Ákveðið hefur verið að fella niður fyrri ferð Herjólfs í dag sunnudag vegna ofsaveðurs. Tilkynning varðandi siglingar seinnipartinn verður gefin út fyrir kl. 15:00.
Áveðið hefur verið að fresta sýnatökum vegna covid 19 við HSU til kl 14.00 í dag.