Þá er Herjólfur farinn í slipp í Færeyjum, og óvíst hvenær hann kemur aftur til heimahafnar. Hann sigldi út úr höfninni í Eyjum um kl. 13:00 í dag og þeytti skipsflautuna hressilega í kveðjuskyni.