TM mótið í knattspyrnu er árlegur viðburður í Íþróttalífi Eyjanna og sannkölluð rós í hnappagat ÍBV. Mótið er haldið fyrir 5. flokk kvenna og var fyrst haldið árið 1990.

Dagskrá mótsins hefst strax í kvöld með fundi fyrir þjálfara, en keppni hefst í fyrramálið. Búast má við miklu lífi í bænum í kringum mótið, enda 124 lið skráð til leiks að þessu sinni. Skv. mótaskráningu er ÍBV með fjögur lið á mótinu í ár.

Setning mótsins verður í íþróttahúsinu á fimmtudagskvöld, þar sem hæfileikakeppni mun fara fram. Glæsileg kvöldvaka verður svo haldin fyrir gesti mótsins á föstudagskvöld þar sem tónlistarkonan Bríet mun koma fram.

Úrslitaleikir mótsins fara svo fram á laugardag.