Elliði Snær Viðarsson, sem hefur spilað í um tvö ár með Gummersbach er að gera góða hluti með liðinu. Liðið spilaði æfingaleik við Rothenbach-Halle í Kassel í gær og skoraði hann nokkur mörk, þarf af eitt með ótrúlegum tilþrifum

Handbolti.is greinir fyrst frá.

Elliði Snær greip boltann á línunni og tókst síðan á einhvern stórfenglegan hátt að sveifla boltanum yfir markvörðinn og beint í netið.

Elliði er 23 ára gamall línumaður sem lék áður með ÍBV allan sinn feril. Með Gummersbach spilar einnig Hákon Daði Styrmisson, 24 ára hornamaður sem einnig er uppalinn hjá ÍBV. Þjálfari liðsins er Guðjón Valur Sigurðsson sem er einn alfarsælasti handboltamaður Íslands.

Allar myndir hér að neðan eru fengnar af facebook síðu VFL Gummersbach
Forsíðumyndina á Hafliði Breiðfjörð.