Í lok síðasta mánaðar féll dómur í Héraðsdómi Suður­lands í máli Andrés­ar Þor­steins Sig­urðsson­ar sem stefnt hafði Vest­manna­eyja­bæ og Vest­manna­eyja­höfn og tapaði Andrés í mál­inu gegn bæn­um en í máli hans gegn Vest­manna­eyja­höfn var talið að brota­löm hefði verið í ráðning­ar­ferli í starf hafn­ar­stjóra, starfi sem Andrés sótti um en fékk ekki.

Andrés sótti um starf hafn­ar­stjóra Vest­manna­eyja­hafn­ar sem aug­lýst var 2. fe­brú­ar 2020. Hann hafði starfað lengi við höfn­ina og meðal ann­ars sinnt ýms­um skyld­um sem falla und­ir störf hafn­ar­stjóra. Sex um­sækj­end­ur voru um starfið og voru Andrés og Dóra Björk Gunn­ars­dótt­ir met­in hæf­ust. Eft­ir viðtöl og mat var Dóra Björk ráðin í starfið og það gert kunn­ugt 17. mars 2021 af Vest­manna­eyja­bæ.

Reynsla af sjáv­ar­út­vegi metin 5%
Andrés var ósátt­ur við gang mála og setti út á vægi þeirra hæfniþátta sem met­in voru til starfs­ins og benti þar meðal ann­ars á að mennt­un væri met­in til 25% en reynsla af sjáv­ar­út­vegi aðeins til 5%.

Vinnu­brögð Vest­manna­eyja­hafn­ar ámæl­is­verð
Andrés sagði upp starfi sínu hjá Vest­manna­eyja­höfn skrif­lega 30. júlí sama ár og sagði ástæðuna vera einelti sem hann byggi við af hönd­um bæj­ar­yf­ir­valda og hefði stein­inn tekið úr þegar hann fékk ekki starf hafn­ar­stjóra.

Ekki tal­inn sanna einelti bæj­ar­yf­ir­valda
Í dómn­um er stefn­andi ekki tal­inn sanna mál sitt varðandi einelti bæj­ar­yf­ir­valda og tap­ar hann því máli. Hins veg­ar er talið að vinnu­brögð Vest­manna­eyja­hafn­ar, sem fer með ráðning­ar­vald í stöðu hafn­ar­stjóra, hafi verið ámæl­is­verð og leiða megi lík­um að því að allt ráðninga­ferlið hafi dregið veru­lega úr mögu­leik­um Andrés­ar að fá starfið.

Vest­manna­eyja­höfn er gert að greiða stefnanda
Niðurstaða dóms­ins er sú að máls­kostnaður fell­ur niður milli Vest­manna­eyja­bæj­ar og stefn­anda. Vest­manna­eyja­höfn er gert að greiða Andrési 600 þúsund krón­um með vöxt­um frá 8. nóv­em­ber 2021til 8. des­em­ber 2021 en með drátt­ar­vöxt­um frá þeim degi til greiðslu­dags. Einnig er Vest­manna­eyja­höfn gert að greiða máls­kostnað upp á 3.606.920 krón­ur.