Deiliskipulag við malarvöll og Langalág var til umræðu á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni sem leið. Skipulagsfulltrúi kynnti afrakstur vinnu starfshóps um gerð deiliskipulag við Malarvöll og Löngulág. Fimm hönnuðir voru fengnir til að hanna heildar fyrirkomulag skipulagssvæðisins í samræmi við verkefnislýsingu. Tveir utanaðkomandi sérfræðingar voru fengnir til aðstoðar starfshópnum við mat á hönnunartillögum; Drífa Árnadóttir borgarhönnuður hjá Alta og Pétur Jónsson Landslagsarkítekt hjá Eflu.
Hönnunartillögurnar hafa verið metnar á skipulagðan hátt og hönnuðirnir hafa komið til Vestmannaeyja til að kynna þær fyrir hópnum.

Ráðið þakkaði í niðurstöðu sinnu um málið fyrir kynninguna og starfshópnum fyrir sín störf. Málinu var vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.