Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja sl. miðvikudag tók ráðið fyrir erindi frá fræðsluráði Vestmannaeyja um eftirspurn eftir leikskólarými.

Fræðsluráð telur þörf á fjölgun leikskólarýma til að mæta vaxandi eftirspurn skv. íbúaþróun. Miðað við forsendur að fjölgun barna verði um 60 börn á ári mun vanta um 20 rými á næsta ári og annað eins ári seinna. Til að mæta þessari stöðu leggur Fræðsluráð Vestmannaeyja til við bæjarráð að komið verði upp leikskólarýmum á Kirkjugerði og þeirri framkvæmd tvískipt í samræmi við þörfina. Ráðið samþykkti að leggja til við bæjarráð að fara í fyrri hluta framkvæmdarinnar þ.e. viðbót um 20 rými.

Í niðurstöðu bæjarráðs tekur ráðið vel í erindið varðandi 20 rými og felur framkvæmdastjóra að fullvinna kostnaðaráætlun við húsnæðið og framkvæmdina og leggja fyrir bæjarráð, segir í fundargerð.