Vegfarandi á rafmagnshlaupahjóli frá fyrirtækinu Hopp slasaðist á föstudagskvöldið á Þjóðhátíð. Þetta kemur fram á fréttavef mbl.is sem átti í samtali við Karl Gauta Hjaltason, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar missti sá slasaði nokkrar tennur.

Karl Gauti segir lögregluna eiga í góðu samstarfi við Hopp og að fyrirtækið sjái til þess að hjólin hægi á sér í kring um Dalinn og að ekki sé hægt að leggja þeim þar.