Kristján Tómasson sýndi mestu framfarir í Keflavík
9. maí, 2011
Á dögunum hélt körfuboltalið Keflavíkur sitt lokahóf. Eyjapeyinn Kristján Tómasson gekk í raðir Keflvíkinga fyrir veturinn eftir að hafa leikið í yngri flokkum og meistaraflokki ÍBV en óhætt er að segja að Kristján hafi slegið í gegn í Keflavík. Hann fékk verðlaun á lokahófinu fyrir mestu framfarir, sem voru ein af þremur verðlaunum sem voru veitt í meistaraflokki Keflvíkinga.