Nú er Sighvatur Bjarnason á lokametrunum í ferð sinni umhverfis heiminn á 80 dögum. Ferðina hóf hann í Höfðaborg í Suður-Afríku en ætlar að enda hana í Ríó de Janeiro á austurströnd Brasilíu. Nú er hann hins vegar strandaglópur í Belém, við ósa Amazon og spurning hvort hann náði að ljúka ferðinni innan tímarammans sem settur var í upphafi ferðar.