Herjólfur mun áfram sigla á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar fram til fimmtudagsins 12. maí. Þá verður ástand mála endurmetið eins og segir í tilkynningu frá Eimskip. Siglt verður áfram eftir flóðatöflu en áætlunina fram á fimmtudag má sjá hér að neðan.