Safnahelgi hefst í dag og stendur til sunnudags. Safnahelgi hefur síðustu ár sett svip sinn á fyrstu vikuna í nóvember. Erindi, viðburðir og sýningar eru áberandi í þessari menningarveislu sem hefst með setningu í dag í Stafkirkjunni klukkan 17:00. Dagskrá helgarinnar má nálgast hér að neðan.
Fimmtudagur 4. nóv.
13:30-15:30 – Safnahús. Elstu myndir Ljósmyndasafnsins dregnar fram í tilefni Safnahelgar, í bland við nýrri myndir.
17:00 – Stafkirkja. Setning Safnahelgar 2021. Sr. Guðmundur Örn Jónsson og Kristín Jóhannsdóttir. Magnús R. Einarsson flytur tónlistaratriði.
19:00-21:00 – Safnahús. Opnun sýningarinnar Íslenska lopapeysan, uppruni – saga – hönnun. Í kjölfar opnunarinnar verður boðið upp á leiðsögn í lopapeysuprjóni fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.
Opið í Eldheimum alla daga milli 11 og 17.
Frítt inn í Sagnheima-byggðasafn í Safnahúsi og Sagnheima-náttúrugripasafn við Heiðarveg, laugardag og sunnudag. Opið milli 13 og 16 báða daga.
Sýning í Safnahúsi opin laugardag og sunnudag milli 13 og 16.
Frítt inn á Sjóminjasafn Þórðar Rafns á Flötum, laugardag og sunnudag milli 13 og 16.
Gestastofa Sealife Trust verður opin 10-16 á laugardag og 13-16 á sunnudag. Frítt inn fyrir heimafólk en tekið á móti frjálsum framlögum.
Sölusýning Lista- og menningarfélags Vestmannaeyja í Fiskiðjunni verður opin laugardag og sunnudag milli 13 og 17.
Hvíta húsið (aðsetur Lista- og menningarfélags Vestmannaeyja) opið laugardag og sunnudag milli 14 og 16.
Bókasafn Vestmannaeyja verður opið laugardag milli 13 og 16.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst