Hálft stöðugildi í að svara einum aðila
vestmannaeyjab_pappir
Það er nóg að gera hjá Vestmannaeyjabæ að svara fyrirspurnum. Samsett mynd.

Bæjarráð Vestmannaeyja tók fyrir “Fyrirspurnir til Vestmannaeyjabæjar 2023” eins og það er orðað í fundargerð ráðsins.

Þar segir ennfremur að fjöldi formlegra fyrirspurna til Vestmannaeyjabæjar er varðar hin ýmsu mál sveitarfélagsins og félags í eigu þess hafi verið 348 á árinu 2023 og bárust þær frá einum einstaklingi. Sá tími sem fór í svara fyrirspurnunum jafngildir u.þ.b. hálfu stöðugildi starfsmanns allt árið, segir í bókun ráðsins.

Fátæklegar fundargerðir

Í þessu samhengi mætti benda bæjaryfirvöldum á að fundargerðir á vegum sveitarfélagsins eru á tíðum stuttar og snubbóttar. Er þetta þó misjafnt á milli ráða, en dæmi eru um nokkuð stór mál sem fá einvörðungu eina til tvær línur.

Má í þessu samhengi skoða til að mynda fundargerð frá framkvæmda- og hafnarráði frá því 25 október sl. sem leit svona út:

Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202310091 – Gjaldskrá Vestmannaeyjahöfn 2024
Hafnarstjóri leggur fram drög að gjaldskrá fyrir árið 2024.
Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi drög og felur hafnarstjóra að leggja fram gjaldskrá fyrir 2024 á næsta fundi ráðsins.
2. 202310098 – Sorpmál – 2023
Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs fór yfir helstu breytingar í sorpmálum fyrir árið 2024 og tillögu að breyttri gjaldskrá.
Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi tillögu og felur framkvæmdastjóra að leggja fram gjaldskrá fyrir 2024 á næsta fundi ráðsins.
3. 202310093 – Landfylling Eiði
Formaður leggur til að farið verði í að kanna með landfyllingu norðan við Eiðið
Niðurstaða
Ráðið felur starfsmönnum sviðsins kanna fýsileika og kostnaðargreina framkvæmdina fyrir árslok.
4. 202310097 – Framkvæmdir 2024
Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs fór yfir þrjár stærstu framkvæmdir sem fyrirhugaðar er að hefjist árið 2024.
Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna.

 

Ritstjóri Eyjar.net sendi í kjölfarið eftirfarandi póst á formann ráðsins:

„Þær eru svo fátæklegar fundagerðirnar frá framkvæmda- og hafnarráði að ég verð að bregða á það ráð að fá frekari upplýsingar frá þér.
Áttu nánari upplýsingar um mál 3 og 4?“
Svörin sem bárust voru svona:
„Sæll Tryggvi
Landfylling Eiði.
Þetta mál er á byrjunarstigi og er verið að kanna fýsileika og kostnað. Ekki meiri upplýsingum við það að bæta eins og er.
Framkvæmdir 2024
Þessi vinna er í fjárhagsáætlun og stendur sú vinna  yfir. En þetta kemur svo sem fram í framsögunni hjá Írisi.
Skólabygging, Búningsklefar og gervigras. En kannski ekki meira um það segja fyrr en fjárhagsáætlun 2024 er klár.“

Svo mörg voru þau orð, og því ekki hægt að fjalla um málin opinberlega. Úr þessu má bæta og þá er hugsanlegt að fyrirspurnunum fækki!

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.