Marinó Sigursteinsson, pípulagningameistari hefur undanfarin ár notað skolpmyndavél sína til að mynda lundaholur. Síðan 2002 hefur hann myndað lundaholurnar frá því að pysjan klekst út en í ár byrjaði hann fyrr, í samstarfi við starfsmenn Náttúrustofu Suðurlands. Allar upplýsingar úr þessum könnunum eru skráðar og eru niðurstöðurnar afar athyglisverðar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst