Veganesti sem enginn tekur frá okkur
13. júlí, 2024

Ávarp nýstúdents – Jón Grétar Jónasson á þjóðhátíðardaginn:

Góðan dag kæru gestir. Ég er hér kominn hér fyrir hönd nýstúdenta Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum til að flytja útskriftarræðuna. Þann 25. maí síðastliðinn rann upp sá dagur sem við höfum beðið spennt eftir, enda lagt á okkur mikla vinnu til að ná þessum áfanga. Það er því tilefni til að fagna og njóta áfangans með okkar fjölskyldum og vinum. Það koma upp margar tilfinningar þegar maður hugsar til þess að þetta sé okkar endastöð sem samnemendur í FÍV. Maður fyllist gleði og stolti yfir því að hafa náð þessum áfanga en einnig söknuði og örlítilli depurð að þurfa kveðja. Mörg okkar hafa gengið saman í gegnum 13 ára skólagöngu, eða alveg frá sex ára aldri og hingað til dagsins í dag. Við nemendur í árgangi 2005 fengum meðal annars að kynnast Margréti Rut kennara okkar í unglingadeild GRV sem síðan fylgdi okkur hingað í FÍV. Það hljóta að teljast vera góð meðmæli fyrir þann árgang.

Á þessum árum í FÍV höfum við þroskast saman og lært heilmikið á nám og lífið. Í dag er komið að ákveðnum tímamótum þar sem við förum öll í sitthvora áttina og eltum okkar drauma. Fuglinn er floginn og vegir liggja til allra átta. Það verður áhugavert að fylgjast með hvert leiðir okkar liggja. Sum okkar munu fara strax í framhaldsnám á meðan aðrir ætla kannski að hinkra aðeins og finna hvaða menntaveg þeir vilji feta, einhver okkar fara eflaust rakleiðis á  vinnumarkaðinn. Svona fyrir okkur yngstu er stærsta fjallið jú óklifrað, og það er húsnæðismarkaðurinn. En svoleiðis áhyggjur skal spara fyrir annan dag en þennan.

En hvert sem lífið leiðir okkur þá vitum við að allir okkar vegir eru færir með rétta hugarfarinu, dugnaði og viskunni sem við höfum lært hér innan veggja þessa skóla. Veganesti sem enginn tekur frá okkur. Fyrir FÍV verðum við ævinlega þakklát en í skólanum er gott að vera. Maður finnur fyrir jákvæða andrúmsloftinu, þolinmæðinni, áhuganum og metnaðinum sem kennarar okkar og starfsfólk skólans búa yfir. Ég og samnemendur mínir viljum þakka kennurunum okkar fyrir kennsluna, þolinmæðina, sanngirnina og heiðarleikann. Auk þess þökkum við foreldrum og vinum okkar fyrir að hafa staðið við hlið okkar og stutt vel við bakið okkar.

Ég vil sérstaklega þakka Wikipedia, Britannica, Chat GPT og Quillbot fyrir alla dásamlegu aðstoðina. Að lokum ætla ég að vitna í nokkur orð frá mínum manni David Bowie, „Morgundagurinn tilheyrir þeim sem geta heyrt hann koma.“ Enn og aftur ég heiti Jón Grétar Jónasson, takk kærlega fyrir mig og njótið dagsins.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst