Meistaraflokkur tapaði fyrir Mostra 51-55 á laugardag, staðan í hálfleik var 22-21 fyrir ÍBV. Bjössi meiddist á ökkla eftir aðeins 3 mínútur og spilaði ekki meira með. Addi var í villuvandræðum strax eftir 1. leikhluta og fór út af með 5 villur í byrjun 4.leikhluta. Binni var skástur hjá okkar mönnum í leiknum. Ekki það sem menn ætluðu sér, að tapa þessum leik
Stig ÍBV: Binni 10, Steini 10, Diddi 8, Kristján 7, Addi 7, Sverrir 5, Bjössi 2, Gylfi 2, Gísli Geir 0. Pálmi 0.
9.flokkur spilaði í Smáranum við Breiðablik bikarnum og hafði öruggan sigur 85-36 og eru þar með komnir áfram. Staðan í hálfleik var 45-17.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst