Enn er mikið hvassviðri í Eyjum og appelsínugul viðvörun í gangi. Stefnt er að því að formlegt skólahald við GRV hefist kl. 9:00. Skólinn verður samt sem áður opin frá 7:45 eins og venjulega. Nemendur verða ekki sendir í frímínútur eða íþróttir meðan veðrið er vont.

Lögreglan í Vestmannaeyjum varar gangandi vegfarendur við því að miklir svellbunkar hafa myndast á gangstéttum og bílaplönum í bænum og því mikilvægt að fara sérstaklega varlega út í daginn.

Sýnatökum vegna covid við HSU hefur verið frestað til kl 14 vegna hvassviðris. Á Heilsuveru er opinn tími fyrir skráningar kl 9:30 en sýnatökur verða kl 14.00 á hefðbundnum stað við heilsugæsluna.

Búið er að opna Sundlaugnia en útisvæðið verður lokað eitthvað lengur. Sundlauginn er samt sem áður kaldari en vanalega, eftir rafmagnsleysi í nótt.