Það verða alvöru rokktónleikar á gamla góða Prófastinum á föstudagskvöldið á Goslokum í ár. Hljómsveitirnar sem troða upp eru: 

MOLDA 
Eyjaband sem var stofnað 2020 og spilar hart melodískt rokk með íslenskum texta. Meðlimir MOLDA eru: Albert, Helgi, Þórir og Símon 

Foreign Monkeys 
Foreign Monkeys þarf varla að kynna en þeir vinna nú að nýrri plötu og hafa sent frá sér tvær smáskífur það sem af er þessu ári. Í janúar kom Those That Suffer út og fékk mikla athygli. Lagið var átta vikur á X- dominoslista X977, þar af fjórar í topp þremur og tvær í fyrsta sæti. Í maí kom út lagið We Steal From Ourselves og hefur eitt síðustu vikum à X-Dominos listanum og stefnir á toppinn. Meðlimir Foreign Monkeys eru Gísli, Bogi og Víðir. 

Sveitta Nostalgían 
Sveitta Nostalgían er nýtt band sem spilar rokk sem var vinsælt í kringum 1990 til 2010 með smá hliðarskrefum. Þessi hljómsveit var búin til svo að almenningur geti upplifað nostalgíu og komið uppá svið og gripið í micinn. Það verður mic uppá sviði fyrir þann sem vill koma uppá svið og taka lagið sem er verið að spila – smá karaoke stemning. Hættum að syngja í bílnum þau lög sem við sungum með í Féló og syngjum þau á Prófastinum þann 1.júlí! Meðlimir Sveittu Nostalgíunnar eru Árni Óli, Jens, Björgvin, Aron og Elvar. 

Húsið opnar kl 10:00 og verður spilað til 02:00 ca og að sjálfsögðu verður frítt inn. Vonandi sjáum við sem flesta!