Svo virðist sem vinsælasti viðburður í dagskrá goslokahátíðar í dag séu stórtónleikar Bjartmars Guðlaugssonar í Höllinni, en þeir hófust nú kl. 21:00

Skv. heimildum Eyjafrétta varð uppselt á tónleikana, jafnvel eftir að 100 aukamiðum var bætt í sölu. Reikna má með að um 800 manns séu nú í Höllinni að hlýða á Bjartmar og félaga þenja raddböndin.