Eyjamenn á Ólympíuleikunum í Berlín 1936 - Myndir

Hörður Baldvinsson, safnstjóri Sagnheima flutti skemmtilegt erindi í Einarsstofu á í gær og sagði frá för fimm Eyjamanna á Ólympíuleikana í Berlín 1936. Þetta var mikil ævintýraferð fyrir 50 Íslendinga, þar af fimm Eyjamenn að koma úr fásinninu á Íslandi til Þýskalands sem þá var í miklum blóma.

Þeir sem kepptu frá Eyjum voru Sigurður Sigurðsson í hástökki og þrístökki og Karl Vilmundarson í tugþraut. Friðrik Jesson og Jón Ólafsson sýndu glímu og Þorsteinn Einarsson, glímukóngur, methafi í kúluvarpi, formaður íþróttaráðs Vestmannaeyja og síðar íþróttafulltrúi ríkisins var fararstjóri hópsins.

Hörður hefur lagt mikla vinnu í að rekja sögu hópsins og hefur notið góðrar aðstoðar afkomenda Berlínarfaranna sem þarna lifðu sennilega stærsta ævintýri lífs síns. Á eftir fyrirlestri Harðar var svo opnuð sýning í Sagnheimum. Þar er að finna myndir, frásagnir, verðlaunapeninga og margt fleira sem tengist þessum stóra atburði í íþróttasögu Íslands og ekki síður Vestmannaeyja sem áttu tvo af fjórum keppendum á leikunum í frjálsum íþróttum og tvo í hópi glímumanna.

Nýjustu fréttir

Elliði fyrir leikinn gegn Dönum
Spáð í spilin fyrir stórleikinn í kvöld á EM
Tíðarandi liðinna ára í myndum í Sagnheimum
Handbolti, loðnukvóti og prófkjör
Áskorun til Vestmannaeyinga 
Skipar sjö manna fagráð
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið
Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.