Ingólfur Snorrason, einn eigenda stöðvarinnar, segir markmið að bjóða Selfyssingum upp á framúrskarandi aðstöðu til líkamsræktar og heilsueflingar en kostnaður við breytingarnar hleypur á milljónum, að sögn Ingólfs.
�?Við höfum fært til lyftingaaðstöðuna, sett hana í opnara og bjartara rými, og ný upphitunartæki eru væntanleg. Sturtuaðstaðan hefur verið endurbætt og við erum að fara að setja skápa í búningsherbergin og skipta um gólfefni,�? segir Ingólfur.
�?rír sjúkraþjálfarar voru starfandi í Toppsporti fyrir breytingarnar en eru nú sex.
Ingólfur segir aðsókn í Toppsport hafa vaxið jafnt og þétt á síðasta ári en í ár verður boðið upp á enn fleiri námskeið en áður. �?Jólin eru búin og tilvalið að byrja nýtt ár með heilsueflingu. Allir okkar kennarar eru íþróttakennaramenntaðir og við viljum gjarnan sjá hér hinn almenna borgara á Selfossi í þeim tilgangi að stuðla að góðri heilsu; hún kemur ekki að sjálfu sér,�? segir Ingólfur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst