Vegna fyrirhugaðra viðgerða á Ráðhúsi Vestmannaeyja mun öll þjónusta sem veitt er í húsinu, stjórnsýslan, félagsþjónustan og skólaskrifstofan flytjast tímabundið úr Ráðhúsinu.
Stjórnsýsla Vestmannaeyjabæjar mun flytjast á aðra hæð í Landsbankahúsinu (áður Sparisjóðnum), félagsþjónustan og skólaskrifstofan mun flytjast í norðurhluta Rauðagerðis. (áður leikskóli) Gengið inn að norðan.
Vegna flutninganna verður afgreiðslan lokuð eftir hádegi mánudaginn 26. september n.k.
Opnun á nýjum starfsstöðvum þriðjudaginn 27. september kl. 8:00
Opnunartími verður óbreyttur frá 8:00-15:00 alla daga. Opið í hádeginu.