Þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vann áætlanir sínar eftir efnahagshrunið taldi sjóðurinn að þjóðarbúið réði ekki við meiri erlendar skuldir en sem næmi 240% af landsframleiðslu. Ef skuldir væru meiri en það færi Ísland í þrot. Þá taldi AGS að skuldir okkar næmu 160% af landsframleiðslu. Í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku kom fram að erlendar skuldir eru ekki 160%, heldur um 250% af landsframleiðslu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst